Þegar við erum úti í náttúrunni ættum við að fara gætilega og ganga vel um.
- Allir ættu að vera góðir við dýrin
- Við ættum að passa að traðka ekki niður gróður
- Við ættum einnig að passa upp á það fallega í náttúrunni sem ekki er lifandi, kletta, hraun, læki, árbakka ….
Ef allir gera þetta verður heimurinn okkar enn fallegri og betri.
Kannski getum við talað við náttúruna og þakkað henni fyrir ALLT. — Við getum allavega spjallað við hann krumma.
Hrafn að hugsa og dást að Kópavogi – (AEÓ).
KENNARAR / FULLORÐNIR
Góð umgengni
Hinir fullorðnu þurfa að vera góðar fyrirmyndir.
Hér er talað um góð samskipti við lífríkið og hið lífvana – náttúruna í heild. Mennirnir eru partur af náttúrunni. Ástand umhverfismála í heiminum er nátengt við horfur fyrir mannkynið.
Mikilvægt að ala með börnum ást á umhverfi sínu. Kennarar þurfa að grípa til þess öll tækifæri og stuðla að aðstæðum sem ýta undir þann þroska. Hann verður ekki af sjálfu sér.