Lífverur

Lífverur sem eiga undir högg að sækja eða eru taldar vera í hættu, jafnvel útrýmingarhættu eru settar á válista. Horft er til listanna í aðgerðum til náttúruverndar.

Gerðir eru listar yfir lífverur sem eru í hættu á heimsvísu og sér Alþjóðanáttúruverndarsambandið (IUCN) um það.

Náttúrufræðistofnun Íslands tekur saman válista fyrir Ísland:

Hrafn er "tegund í nokkurri hættu" - (AEÓ).

Á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er sagt frá flokkum friðlýsinga.

Víða er fallegt á Íslandi og margir staðir eru ekki friðlýstir. Engu að síður er mikilvægt að ganga vel um þá.

Almenningur má alltaf koma með ábendingar um staði sem vert er að friðlýsa. Þið ættuð að hafa það í huga.

Staðir eða svæði

Tröllabörn - (SH).

Með því að friða ákveðin svæði eða staði er verið að tryggja rétt fólks og komandi kynslóða til að njóta náttúrunnar. Einnig er verið að vernda náttúruna hennar sjálfrar vegna. Mikilvægt er að vísindamenn hafi aðgang að lífríki og ósnortinni náttúru til að rannsaka og auka þekkingu í náttúrufræði.

Ósnortin náttúra er auðlind.

Á náttúruminjaskrá eru öll friðlýst svæði á Íslandi og mörg önnur merkileg svæði sem hafa ekki enn verið friðlýst.

Í landi Kópavogs eru Borgir, Eldborg í Bláfjöllum, Víghólar og Tröllabörn í Lækjarbotnum friðlýst sem náttúruvætti.
Náttúruvætti eru afmörkuð náttúrufyrirbrigði og nánasta umhverfi þeirra.

Bláfjöll eru friðlýst sem fólkvangur.
Í fólkvangi er miðað að því að auðvelda fólki aðgang að náttúru í nánd við þéttbýli til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu.

Skerjafjörður innan bæjarmarka Kópavogs er friðlýstur sem búsvæði.
Á „búsvæðum“ er horft til verndunar stórra svæða eða vistkerfa, en jafnframt getur hófsamleg og sjálfbær nýting náttúruauðlinda í anda náttúruverndar átt sér þar stað.

Elliðaárdalur (telst bæði til Kópavogs og Reykjavíkur) hefur ekki verið friðlýstur ennþá en þykir rétt að vernda.

Skoða kortasjá Umhverfisstofnunar sem sýnir öll friðuð svæði á Íslandi.