Jörðin okkar er döpur vegna þess að mannkynið fer ekki nógu vel með gjafir hennar.

Auðlindir er annað orð yfir gjafir Jarðar.

Víða er sóun í gangi. Þá er verðmætum hent eða meira er notað en nauðsynlega þarf.

Með því að kaupa minna, flokka rusl, endurvinna og endurnýta er farið betur með auðlindirnar. Allir ættu að taka þátt í því!