Trjárækt í Kópavogi
Í Kópavogi eru almennt góð skilyrði til að rækta tré.
Kópavogsháls veitir skjól fyrir köldum norðanvindum. Í suðurhlíðum hans verður hlýtt á sólríkum dögum. Aftur á móti snúa hlíðarnar á móti hafáttinni og það sést á sumum trjánna. Norðurhlíðarnar eru í skjóli fyrir hafáttum.
Stundum liggur vindstrengur eftir dalbotninum í Fossvogs- og Kópavogsdal. Þegar kemur hærra, t.d. á Vatnsendahæð, er oft næðingur og kaldara.
Í landi Kópavogs má víða sjá gamla skógarlundi. Margir þeirra voru ræktaðir í kringum sumarbústaði sem nú eru horfnir.
Í Kópavogi vaxa tré af ýmsum gerðum.
Slæmt fyrir tré
Þar sem meðalhiti í júlí er undir 10°C vaxa tré illa.
Á sumum stöðum t.d. í dældum og dölum er meiri hætta á næturfrostum en annars staðar. Næturfrost hefur slæm áhrif á tré í vexti.
Mikil selta við sjávarsíðuna getur haft slæm áhrif á trjágróður.
Trjástúdía I
- Veljið ykkur tré og skoðið það nákvæmlega. Hvað er það um það bil hátt. Hvernig er það í laginu? Hvernig eru laufin í laginu – eða barrið? Er lykt af trénu? Finnið áferðina á berkinum. Sjáið þið trjákvoðu leka?
- Finnið lokaðan köngul sem dottið hefur af tré og takið hann inn í hús. Fylgist með honum.
- Verkefni bundin við mars til maí:
Takið nokkrar afklipptar trjágreinar lauftrés inn í hús, setjið í blómavasa með vatni og fylgist vel með næstu dagana.
-
Bókin Ég greini tré er hjálpleg við tegundagreiningu.
-
Yrkjuvefurinn er fræðsluvefur fyrir krakka um tré, skóga og skógrækt.
- Vefur Skógræktarfélags Kópavogs.
- Líf á landi
Trjástúdía II
- Pælið í lögun laufblaða á ólíkum trjám. Skoðið þau nákvæmlega og fylgið eftir æðunum sem hríslast um. Berið saman áferðina ofan á og undir blaðinu. Skoðið líka litina ef komnir eru haustlitir.
- Athugið hvort þið finnið pöddur og skoðið þær.
- Ef þið eruð í skógi – skoðið þá umhverfið. Hvernig er umhorfs á skógarbotninum? Gæti birst úlfur? Hvaða dýr má búast við að sjá?
- Ef þið sjáið tré sem hefur rifnað upp með rótum ættuð þið að nota tækifærið og skoða ræturnar.
Sveppir
Sveppir eru oft áberandi í nágrenni við tré og algengt er að tína sveppi í skógi.
Á Íslandi vaxa nokkrar tegundir sveppa sem varhugavert er að borða og sumir eru beinlínis hættulegir. Óhætt er að borða pípusveppi sem vaxa hérlendis, en þeir einkennast af því að vera ekki með fanir heldur er neðra borðið eins og svampur. Pípusveppir eru þó ekki endilega allir sérstaklega góðir matsveppir.
Vandaður bæklingur um sveppi sem Náttúrufræðistofnun gaf út. Þarna má fræðast um ríki sveppa, lífstíl og veittar eru leiðbeiningar um sveppatínslu.
-
Kannski getið þið tínt sveppi og búið til súpu eða haft þá ofan á pizzu – eða notað þá í aðra matargerð. Fáið einhvern fullorðinn í lið með ykkur.
-
Skoðið vel byggingu sveppa og athugið vel neðra borð hattsins.
-
Takið svepp, sem ekki er nýsprottinn, og athugið hvort þið finnið merki annarra lífvera á honum eða í honum.