Nálægt skíðasvæðinu í Bláfjöllum eru þrír gígir í röð og kallast þeir Þríhnúkar. Einn þeirra hefur tæmst og eftir situr tómt kvikuhólf. Þetta er gríðarlega stór hvelfing eða hellir eins og sjá má á myndinni. Ef hægt væri að flytja Hallgrímskirkjuturn kæmist hann léttilega í gíginn.
Það er óvenjulegt að kvikuhólf tæmist algerlega og eins að hvelfingin falli ekki saman. Það er greinilega styrkur í veggjum og þaki. Gosið átti sér stað fyrir 1100-4000 árum.
Inni í gígnum hefur nú verið komið fyrir útsýnispalli og auk þess er hægt að síga ofan í hann. (Sjá nánar (enskur texti))
Þríhnúkagígur er í landi Kópavogs.