Nemendur:

  • öðlist heildarmynd af náttúru Kópavogs,
  • kynnist náttúruperlum svæðisins,
  • noti nánasta umhverfi til þess að læra um náttúruna,
  • læri um sjálfbærni og umgengni mannsins við umhverfið og náttúruna,
  • finni sig sem þátttakendur í samfélagi  Kópavogsbúa sem saman þurfa að gæta þess umhverfis sem næst þeim er og þeir bera sérstaka ábyrgð á,
  • læri að þykja vænt um náttúruna og bera virðingu fyrir náttúrunni, með aukinni þekkingu og samskiptum við hana.
  • Farið yfir markmiðin. Er eitthvað sem þið skiljið ekki?
  • Hvers vegna er mikilvægt að læra um nánasta umhverfi sitt?
  • Hvað er náttúra?

Ég er að safna perlum og líka myndum af náttúruperlum!