Þéttbýli

Hverfin í Kópavogi. Elstu hverfin eru Kársnes- og Digraneshverfið. (Kópavogsbær).
  1. Í hvaða hverfi búið þið? Hvar er skólinn ykkar?

  2. Farið út og hjálpist að við að finna út hvar höfuðáttirnar eru (norður, suður, austur og vestur). Kannski getur sólin hjálpað ykkur.

  3. Kennileiti er eitthvað sem er áberandi í landslaginu, t.d. hæð eða klettur sem hjálpar fólki að rata. Í þorpum og bæjum eru mannvirki líka eins konar kennileiti. Finnið dæmi um kennileiti í Kópavogi.

  4. Gefið leiðarlýsingar með upphafs- og áfangastað í Kópavogi.

  5. Hvað finnst ykkur merkilegast í ykkar hverfi og hvað er merkilegast í hinum hverfunum?

  6. Hvenær byggðist hverfið ykkar?

Loftmyndir teknar á nokkra ára fresti – (Kópavogsbær og Kortasjá Kópavogsbæjar).

Dreifbýli

Land sem tilheyrir Kópavogi teygir sig meðal annars upp í Bláfjöll. Gervitunglamynd - (Kortasjá Kópavogsbæjar).

Land Kópavogs er mjög fjölbreytt og talsvert meira en bara þéttbýlið. Í landi Kópavogs er sjávarströnd, fjalllendi, stöðuvatn, lækir, ár, móar og mýrlendi. Mikið er um hæðir og ása.

Mikilvægt er að skilja eftir ósnortna náttúru hér og þar þegar byggðin stækkar. Það er nefnilega bæði hollt og gott að vera úti í náttúrunni og þar vakna margar spurningar um lífið og tilveruna.

Máni og Sól eru með eina:

Hvernig varð þetta allt til?