Fossvogslækur – (SH).
Kópavogslækur – (SH).
Hornsíli – (JBH).
Lækir eru skemmtilegir því þeir kunna að skoppa, hjala og hoppa alveg eins og þið krakkarnir.
Kópavogslækur og Fossvogslækur eru okkar lækir. Við getum látið báta sigla á þeim og eins fylgst með sprekum eða stráum fljóta niður eftir þeim. Það gerði Bangsímon.
Í lækjunum eru fallegir litlir fiskar sem kallast hornsíli. Á myndinni er litríkur hængur að leita sér að hrygnu.
Oft er fjörugt við andapollinn. Þekkið þið gæsirnar? Þær virka stundum frekar, einkum þegar þær halda að önnur gæs ætli að éta brauðmolann þeirra. Þarna eru líka stokkendur; bra-bra!