Fossvogslækur – (SH).

Kópavogslækur – (SH).

Hornsíli – (JBH).

Lækir eru skemmtilegir því þeir kunna að skoppa, hjala og hoppa alveg eins og þið krakkarnir.

Kópavogslækur og Fossvogslækur eru okkar lækir. Við getum látið báta sigla á þeim og eins fylgst með sprekum eða stráum fljóta niður eftir þeim. Það gerði Bangsímon.

Í lækjunum eru fallegir litlir fiskar sem kallast hornsíli. Á myndinni er litríkur hængur að leita sér að hrygnu.

Hængur er karlkyns fiskur og hrygna er kvenkyns fiskur.

Gæs - (SH).

Oft er fjörugt við andapollinn. Þekkið þið gæsirnar? Þær virka stundum frekar, einkum þegar þær halda að önnur gæs ætli að éta brauðmolann þeirra. Þarna eru líka stokkendur; bra-bra!

Gæsir kunna vel að meta brauðið - (SH).