Náttúra, hvert sem litið er
Það má eiginlega segja að alls staðar megi finna eitthvað áhugavert. Stundum þarf þó að bregða upp stækkunargleri, horfa í gegnum kíki eða setja sig í ákveðnar stellingar og HUGSA til að sjá og skilja.
Í valmyndinni, efst á síðunni, er listi yfir staði sem sérstaklega er fjallað um hér á þessum Kópavogsvef.
Villta lóðin
Það getur komið geitungur og gert sér bú undir þakinu á gömlum kofa á lóð sem gamall Kópavogsbúi fjárfesti í en flutti svo til Noregs. Á lóðinni vaxa njólar og ein og ein baldursbrá. Stundum fá hundar að hlaupa þar frjálsir og enginn skammar þá.
Eitt sinn gekk þar framhjá kona og var bæði með sólhatt og stækkunargler. Hún dokaði við og sá ….
- Þannig hefst ritgerð / saga sem Sól er að skrifa. Hvernig gæti hún haldið áfram?
- Hús eru byggð á lóðum. Þar fyrir utan eru svæði sem tilheyra jafnan Kópavogsbæ. Íbúarnir eiga þau saman. Gætuð þið flokkað þau? Er vel um þau gengið? Veltið fyrir ykkur þessum svæðum…