Borgir
Gaman er að leika sér í grjóthnullungunum í Borgarholti.
Fyrir þúsundum ára, var sjór allt í kringum hæðina. Hann sópaði litlum steinum í burtu en pússaði þá stóru. Það er kraftur í hafinu.
Grjótið í Álfhóli er fallegt og gaman að leika sér í því. Fyrir mjög, MJÖG löngu síðan var hér jökull sem pússaði grjótið.
Ætli álfur búi í hólnum?
Steindepli líður vel þar sem mikið er um grjót. Skoðið myndir af honum og hlustið á hljóð hans á Fuglavefnum.