Borgir

Borgarholt - Kópavogskirkja - (SH).

Gaman er að leika sér í grjóthnullungunum í Borgarholti.

Fyrir þúsundum ára, var sjór allt í kringum hæðina. Hann sópaði litlum steinum í burtu en pússaði þá stóru. Það er kraftur í hafinu.

Álfhóll

Álfhóll – (SH).

Grjótið í Álfhóli er fallegt og gaman að leika sér í því. Fyrir mjög, MJÖG löngu síðan var hér jökull sem pússaði grjótið.

Ætli álfur búi í hólnum?

Hádegishólar

Við Hádegishóla – (SH).

Sjáið þið rendurnar á þessum klöppum?
Þær eru eftir jökulinn.

Víghólar

Jökullinn hafði mikil áhrif á landið sem undir honum var. Þessi mynd er frá Víghólum. Grjótið er slétt og minnir stundum á hvali á sundi.

Klappir á Víghólum – (SH).

Grjót – klappir – steinar – björg – klettar – hnullungar

Grjót – klöpp – steinn – bjarg – klettur – hnullungur

Líf

Fléttur á steini - (SH).
Beitilyng blómstrar seint - (SH).

Blettirnir á grjótinu eru lífverur sem eru kallaðar fléttur. Mikið geta þær verið fallegar á litinn.

Inn á milli steinanna vaxa margar tegundir af plöntum. Flestum finnst mest gaman að skoða litrík blóm. Þar vaxa líka græn grös og mosar.

Kornsúra - blóm og aldin - (SH).

Steindepli líður vel þar sem mikið er um grjót. Skoðið myndir af honum og hlustið á hljóð hans á Fuglavefnum.

Könguló - (SH).

Steindepill – (JBH).

Hafið þið séð könguló í köngulóarvef?
Þær gætu verið að spinna, veiða flugu, gera við vefinn, bíða eða kannski dansa.

Algengt er að sjá köngulær í klettum, sérstaklega ef mikið er um flugur. Köngulóin á myndinni er reyndar við ruslatunnu!