KÓPAvogur
Afkvæmi sela kallast kópar. Áður fyrr hafa selir líklega kæpt í Kópavogi. Nú er það breytt, enda selir viðkvæmir fyrir ónæði og velja sér ekki stað nálægt byggð til að kæpa. Hér má skoða myndband af urtu sem er að kæpa.
Selir flækjast þó af og til á þessar slóðir. Þeir eru líklega forvitnir og hafa gaman af að fylgjast með íbúum Kópavogs. .
- Lesa meira um seli. Leiðbeiningar um selaathuganir á vettvangi.
- Látið vita ef þið sjáið seli við strendur Kópavogs (hvar, hvenær, mynd?). Það gæti orðið frétt!
KópaVOGUR
Flói, fjörður, vogur, vík, skagi, nes, innnes og tangi eru allt orð sem lýsa lögun strandar.
- Vitið þið hvað orðin merkja?
- Skoðið strandlengju Kópavogs og nágrennis á korti.
Áður sveitabær
Við voginn stóð sveitabærinn Kópavogur áður fyrr. Nokkur hús þessa bæjar eru enn uppistandandi og það elsta var byggt á árunum 1903-1904. Það er jafnframt elsta húsið í Kópavogi.
Þegar þorp tók að myndast fékk það líka nafnið Kópavogur.
Skjaldarmerki
Í merki Kópavogs má bæði sjá kóp og kirkju. Óvenjulegt er að bygging fái svo stóran sess í ímynd sveitarfélags. Kópavogskirkja þykir meistaraverk. Haldin var samkeppni um merkið árið 1965. Merkið er eins og skjöldur í laginu.
Teikningarnar af kirkjunni og kópnum eru einfaldar.
- Prófið að teikna aðrar lífverur á einfaldan hátt.
-
Skoðið merki annarra sveitarfélaga.