Garðar minna á litlar náttúruvinjar til að njóta dags daglega. Þeir eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir. Sumir eru í kringum heimahús eða stofnanir, t.d. skóla. Aðrir eru skipulagðir sem græn svæði sveitarfélaga. Sjáið fyrir ykkur ólíka garða:
- með ræktuðum matjurtum,
- snyrtilega,
- fulla af órækt,
- stílhreina,
- með miklum gróðri og trjám,
- með pöllum og stéttum.
Hlíðargarður er ævintýralegur garður enda hannaður í anda evrópskra hallargarða! Lengi var hann notaður á 17. júní fyrir Kópavogsbúa en er orðinn of lítill til að sinna því hlutverki.
- Veljið garð, til dæmis við heimili ykkar og lýsið honum eða teiknið upp. Mynduð þið vilja skipuleggja garðinn öðruvísi, hvernig?
- Hvernig finnst ykkur skólalóðin?
- Flakkið um vefinn og skoðið hallargarða í útlöndum.
- Búið til lista yfir lífverur í garðinum eða á skólalóðinni. Veljið nokkrar til að rannsaka sérstaklega. (Munið að plöntur eru lífverur.)
- Stundum er talað um garðfugla. Gaman er að fylgjast með þeim og hugsanlega fóðra þá þegar kalt er og þannig laða þá að. Leiðbeiningar um fóðrun fugla á vef Fuglaverndar.
Hér er sagt frá nokkrum fuglavinum sem hafa komist í fréttirnar.