Mengun
Mengun verður af mannavöldum og getur haft áhrif á lífríkið og heilsufar fólks.
Til er alls konar mengun: sjónmengun, olíumengun, loftmengun, hávaðamengun, varmamengun, jarðvegsmengun, vatnsmengun…
-
Hvers konar mengun má tengja við myndina?
-
Hafið þið orðið vör við mengun í Kópavogi? – Hvernig getið þið brugðist við ef þið takið eftir mengun? Setjið niður áætlun.
-
Hvernig má koma í veg fyrir mengun?
Úrgangur
Ef hlutur verður ekki endurnýttur er mikilvægt að koma honum í endurvinnslu. Mikilvægt er að flokka sorp. Með því er hægt að nota hráefnin lengur og draga úr ágangi á náttúruauðlindirnar. Ef vel er flokkað verður lítið rusl eftir til að urða og þar með minni mengun.
Spilliefni eru mjög slæm fyrir umhverfið og þau mega ALDREI fara í urðun.
Á vef Kópavogsbæjar er greint frá frágangi sorps og endurvinnslu á vegum bæjarins – skoða.
Foreldrar Sólar og Mána fóru á fræðslufund um umhverfisvænan lífsstíl á vegum Kópavogsbæjar og skrifuðu niður þessa minnispunkta varðandi úrgang.
Máni er nú ekki alveg á því að það sé betra að eiga minna. Hann þykist vanta ýmislegt. Já, og Sól elskar mangó sem er víst aðallega ræktað á Indlandi, í Pakistan og Suður-Ameríku og er því með risastórt kolefnisspor…
- Farið yfir þennan lista og íhugið hvern lið fyrir sig. Skráið það sem kemur í hugann.
- Getið þið bætt við listann?