Í grýttum fjörum og klapparfjörum vex oft þang og þari. Við tölum um þangfjörur, en þang eru þörungar sem festa sig við steinana með festiflögum. Algengastir eru brúnþörungar en grænþörungar og rauðþörungar finnast þarna líka og þekkja má þá í sundur á litnum.

Brúnþörungarnir eru mest áberandi í fjörunni. Þangið setur mestan svip á fjöruna sjálfa og myndar gjarnan breiður. Þari vex neðst í fjörunum og á grunnsævi. Hann er stórgerður og myndar þaraskóga. Á stórstraumsfjöru sjást þeir víða standa upp úr sjónum.

Þörungarnir eru mjög fjölbreyttir að stærð og lögun. Þeir festa sig við undirlagið á mismunandi hátt, stundum með eins konar rætlingum eða flögu sem er lík sogskál í laginu. Svo eru til rauðþörungar sem mynda skorpu á steinunum.

Þörungar minna á plöntur en eru án eiginlegra róta, stönguls og blaða. Flestir þörungar lifa í vatni eða sjó. Þörungar framleiða sína næringu sjálfir með hjálp sólarljóssins líkt og plöntur (ljóstillífun).

Beltaskipting

Bóluþang - (JBH).
Skúfaþang - (JBH).
Dvergaþang - (JBH).
Klóþang - (JBH).

Þari neðst og þang ofar

Þang, þari og aðrir þörungar raðast í fjöruna eftir tegundum. Röðin ræðst af:

a) hversu vel tegundin þolir þurrk og lága seltu þegar lágsjávað er og

b) því hvernig henni gengur í samkeppni við nágranna sem lifa aðeins neðar í fjörunni.

Þang setur mestan svip á fjöruna sjálfa og myndar gjarnan breiður.
Þari vex neðst í fjörunum og á grunnsævi. Hann er stórgerður.

Beltaskipting

EFST – næst landi 

klapparþang og dvergaþang – fremur mjótt belti

klóþang og bóluþang – ráðandi í meginhluta fjörunnar

skúfaþang og sagþang – breitt belti

ýmsar tegundir rauðþörunga og blöðkulaga grænþörunga

þari

NEÐST – nánast úti í sjó

Rannsakið og skoðið þang og þara:

  • Ólíkar tegundir.
  • Beltaskiptingu.
  • Hvernig blöðrurnar virka. (Fara með sýnishorn í fjörupoll, sjóbúr eða bara baðkarið!)
  • Byggingu þara.
  • Hver finnur stærsta þarann?

Mmm, alltaf góð lykt í fjörunni.

Klapparþang - (JBH).
Hrossaþari - (JBH).

Gaman er að þekkja helstu tegundir.

Söl - (JBH).
Stórþari - (JBH).
Fjörugrös - (JBH).
Marinkjarni - (JBH).
Fjörugrös - (JBH).

Fjörugrös eru ýmist græn eða rauð.

Beltisþari - (JBH).
GÁTA: Af hverju ætli ekkert þang vaxi ofan á þessu grjóti? - (SH).