Steinarnir, klettarnir og allt bergið í Kópavogi, sem er undir gróðrinum og ofan í jörðinni hefur mestallt orðið til í eldgosum fyrir mjög, MJÖG, löngu síðan.

Síðan þá hefur sumt bergið molnað, brotnað og flust til. Vatn, vindur og stórir jöklar hafa hjálpað til við það. Já, það voru jöklar hérna, fyrir löngu, LÖNGU síðan.

Ennþá verða þó eldgos. Ísland er eldfjallaland.

Gosið í Geldingadölum – (SH).

Grjót – (SH).