Kópar!

Bærinn okkar heitir Kópavogur.

Selir, sem ekki eru orðnir fullorðnir, eru kallaðir kópar. Á myndinni sjáum við kóp með mömmu sinni. Í gamla daga var meira af selum hér.

Stöku sinnum koma selir að landi í Kópavogi. Þeir virðast forvitnir. Mikið eru þeir sætir!

Kópur þambar mjólk! – (JÓH)

Merki

Hafið þið séð þetta merki? Hvar?

Þetta er merki Kópavogsbæjar. Á því er mynd af Kópavogskirkju og kóp. Listamaðurinn vildi hafa merkið einfalt.