Veðurfar í landi Kópavogs er misjafnt enda er svæðið stórt og aðstæður fjölbreyttar.
Meðal þess sem skiptir máli er sjórinn, t.d. nálægð við hann og hitastig hans. Sömuleiðis skiptir máli hvernig landslagið er og hæð yfir sjávarmáli.
Veðurathuganir
- Berið saman hitastig dagsins í dag hér á línuritinu og svo á skíðasvæðinu í Bláfjöllum.
- Skiptist á að taka veðrið. Skráið hitastig, vindstyrk og -átt, skýjafar og úrkomu.
- Skoðið línuritin hér á síðunni sem sýna veðrið síðasta sólarhringinn í Kópavogi (Fossvogsdal). Hvenær komu mestu vindhviðurnar? Hvenær var hitinn hæstur og lægstur? Skoðið hvenær raki loftsins var mestur og berið saman við daggarmark á myndinni í miðjunni. Pælið almennt í myndunum.
- Takið myndir í Kópavogi sem sýna alls konar veður. Sendið þær flottustu eða skrýtnustu.
Þessar myndir sýna veðrið í Kópavogi, nánar tiltekið í Fossvogsdal síðasta sólarhringinn:
Kort berast ekki á vefinn hjá Veðurstofu. Málið er í athugun.