Náttúran er alls staðar. Hún er ekki bara úti. Inni má sjá pottablóm, flugur og hugsanlega kisu.
Allir hlutir eru búnir til úr einhverju úr náttúrunni. Frá náttúrunni fáum við til dæmis mat, efni í föt, húsgögn og hús.
Horfið í kringum ykkur og veltið fyrir ykkur hvaðan hlutirnir eru komnir og úr hverju þeir eru.
Mennirnir þurfa að fara vel með það sem þeir sækja til náttúrunnar – þeir sækja í náttúruauðlindir.