Hlíðargarður að vetri - (SH).

Garðar í Kópavogi eru margir og ólíkir. Sjáið fyrir ykkur einn í huganum. Lokið fyrst augunum.

Eru tré í garðinum? Eru blóm? Er gras? Er sandkassi? Er trampólín? Er þar ræktað grænmeti? Sjáið þið fugla? En pöddur?

Í görðum má rannsaka margt og bardúsa.

Hlíðargarður er ævintýralegur garður, næstum eins og hallargarður. Þið gætuð samið ævintýri.

Auðnutittlingar - (JÓH).

Garðfuglar

Stundum er talað um garðfugla. Þá er átt við fugla sem oft sjást í görðum. Gaman er að lokka þá með korni, ávöxtum eða öðru góðgæti.

Pöddur og ormar

Við rekumst stundum á pöddur og orma í görðum.

Líklegir staðir eru í og ofan á moldinni eða undir einhverju, t.d. laufblöðum eða spýtu sem hefur gleymst. Svo eru flugur og fiðrildi fljúgandi um allt.

Leitið að pöddum og ormum.

Grænmeti

Hver sem er getur ræktað grænmeti. Hér er ungt kartöflugras.

Kartöflugras - (SH).