Garðar í Kópavogi eru margir og ólíkir. Sjáið fyrir ykkur einn í huganum. Lokið fyrst augunum.
Eru tré í garðinum? Eru blóm? Er gras? Er sandkassi? Er trampólín? Er þar ræktað grænmeti? Sjáið þið fugla? En pöddur?
Í görðum má rannsaka margt og bardúsa.
Hlíðargarður er ævintýralegur garður, næstum eins og hallargarður. Þið gætuð samið ævintýri.
Pöddur og ormar
Við rekumst stundum á pöddur og orma í görðum.
Líklegir staðir eru í og ofan á moldinni eða undir einhverju, t.d. laufblöðum eða spýtu sem hefur gleymst. Svo eru flugur og fiðrildi fljúgandi um allt.
Leitið að pöddum og ormum.