Við getum sett okkur í stellingar og ímyndað okkur heimildamynd þar sem fylgst er með lífverum. Öll dýr þurfa að koma sér fyrir, þar sem þau hafa nóg að éta og drekka og geta leitað sér skjóls og hvílst. Já og fjölgað sér. Fólk er engin undantekning.
Líf fólks var (og er) tengt við náttúruna.
Vindmyllan á myndinni var notuð til að framleiða rafmagn fyrir „hressingarhæli“. Hún var fyrsta vindmyllan sem sett var upp á Íslandi. Þetta var á þeim árum þegar fáir höfðu aðgang að rafmagni. Það var snjallt að beisla orku vindsins og það létti fólki lífið. (Sjá einnig umfjöllun um virkjun Elliðaánna.)
Hin svart-hvíta myndin sýnir matjurtagarða í Kópavogi, þar er verið að afla matar. Þarna eru líka hús til að búa í. Margt hefur breyst frá þessum tíma, en meginatriðin í lífi fólks eru þau sömu.