Eldborg er einn þriggja gíga af eldborgargerð hjá fjallinu Kóngsfelli, sem er áberandi fjall í Bláfjallafjallgarðinum.

Þegar þunnt hraun flæðir upp úr gossprungu myndar það smám saman litla gíga úr hraunslettum. Við það verður til glóandi hrauntjörn innan gígveggjanna. Hraunið slettist og streymir jafnvel yfir barmana sem hækka og þykkna. Þannig myndast eldborg. Gígveggirnir verða brattir efst og þunnir. Verði veggirnir mjög háir finnur kvikan sér stundum leið í gegnum þá.

Eldborg var friðlýst sem náttúruvætti árið 1971. (Þarna má skoða þrívíddarmynd.)

Lesið upplýsingarnar á vef Umhverfisstofnunar og finnið út hvers vegna er ástæða til að friðlýsa Eldborg.

Ætli fleiri staðir séu til sem ætti að friðlýsa af sömu ástæðum? Eruð þið með dæmi?