Sjór og land mætast við ströndina. Öldurnar koma og fara. Stundum er flóð og stundum er fjara.

Við ströndina vex gjarnan þang og þari og smádýrin eru spræk allt árið. Í fjörunni er til dæmis hægt að finna hrúðurkarla, kuðunga, skeljar, krabba, marflær, orma og krossfiska.

Margir fuglar sækja í fjöruna. Fuglar éta smádýrin.

Hafið þið fundið lyktina við ströndina?

Ólíkar fjörur í Kópavogi – (SH).

Rauðbrystingur - (JBH).
Margæs - (JBH).

Rauðbrystingur og margæs koma til Íslands á vorin og haustin.

Kíkið á nokkra aðra fugla fjörunnar:

æðarfugl – stokkönd – tjald – stelk – kríu – máfa

Sandmaðkur - (JBH).
Þangdoppa - (JBH).
Trjónukrabbi - (EP).
Hrúðurkarlar og kræklingur - (SH).
Marhálmur - (JBH).
Bóluþang - (JBH).
Marfló - (JBH).
Hrossaþari - (JBH).
Sandskel - (JBH).
Stórkrossi - (JBH).