Fossvogslækur – (SH).
Kópavogslækur – (SH).
Hornsíli – (JBH).
Lækir eru skemmtilegir því þeir kunna að skoppa, hjala og hoppa alveg eins og þið krakkarnir.
Kópavogslækur og Fossvogslækur eru okkar lækir. Við getum látið báta sigla á þeim og eins fylgst með sprekum eða stráum fljóta niður eftir þeim. Það gerði Bangsímon.
Í lækjunum eru fallegir litlir fiskar sem kallast hornsíli. Á myndinni er litríkur hængur að leita sér að hrygnu.
Oft er fjörugt við andapollinn. Þekkið þið gæsirnar? Þær virka stundum frekar, einkum þegar þær halda að önnur gæs ætli að éta brauðmolann þeirra. Þarna eru líka stokkendur; bra-bra!
KENNARAR / FULLORÐNIR
Fiskur í Kópavogslæk
Í Kópavogslæk var áður fyrr mikill fiskur. Systkinin Rebekka og Guðmundur sem bjuggu á bæ sem hét Fífuhvammur fundu upp aðferð til að veiða þá:
Rebekka sagðist hafa komist upp á lag með að festa hendur á urriðanum þannig að það brást varla að hún næði þeim. Ein aðferð sem hún notaði ásamt Guðmundi bróður sínum var sú að skríða á maganum varlega að árbakkanum, þar sem hún vissi að urriðar lægju við. Þegar hún var búin að skorða sig og komin í viðbragðsstöðu, með höfuð og axlir slútandi yfir lækinn, greip hún með eldingarhraða utan um valinn fisk með aðra hendi í tálknaopum og hina við gotrauf. Með urriðann í báðum höndum gat hún ekki skriðið til baka án þess að sleppa bráðinni. Þá kemur Guðmundur við sögu og hann tekur í fætur Rebekku og dregur hana til sín. Má segja að þetta sér afar óvenjuleg veiðiaðferð og ef til vill einstök.
Skítalækur!
Eldra fólk kallar Kópavogslæk stundum Skítalækinn þar sem skólpi var veitt í hann fyrr á árum.
Á vettvangi
Lækir
- Leita að sílum og fylgjast með þeim.
- Veiða síli (nota háf eða gildru), setja það/þau í glerkrukku og skoða mjög vel.
- Leika með báta og sprek og láta fljóta á milli staða. Kannski setja upp kappsiglingu! Væri hægt að skipta upp hópnum – sumir setja fleyin í lækinn aðrir taka á móti þeim neðar í læknum.
- Tína rusl sem hefur fokið í lækinn.
- Skoða gróður sem vex á lækjarbakka.
Tjörn
Lærdómsríkt að fóðra fugla:
- Eru fuglarnir svangir?
- Eru þeir misfrekir – verður einhver útundan?
- Hvaða fuglar eru gæsir? Hvaða fuglar eru endur? Sjást fleiri fuglar?
- Orðanotkun: dýr éta – fólk borðar