Garðar í Kópavogi eru margir og ólíkir. Sjáið fyrir ykkur einn í huganum. Lokið fyrst augunum.
Eru tré í garðinum? Eru blóm? Er gras? Er sandkassi? Er trampólín? Er þar ræktað grænmeti? Sjáið þið fugla? En pöddur?
Í görðum má rannsaka margt og bardúsa.
Hlíðargarður er ævintýralegur garður, næstum eins og hallargarður. Þið gætuð samið ævintýri.
Pöddur og ormar
Við rekumst stundum á pöddur og orma í görðum.
Líklegir staðir eru í og ofan á moldinni eða undir einhverju, t.d. laufblöðum eða spýtu sem hefur gleymst. Svo eru flugur og fiðrildi fljúgandi um allt.
Leitið að pöddum og ormum.
KENNARAR / FULLORÐNIR
Hlíðargarðsævintýri
Hlíðargarður minnir á hallargarð! Teiknið höll sem gæti staðið við enda hans. Hvaða fólk á heima í höllinni? Ímyndið ykkur að allir í fjölskyldunni og þjónustufólkið fari út í garðinn að drekka kaffi og borða kökur. Þá gerist nokkuð og þið megið ákveða hvað það er og hvernig það endar. Í heimsókn í Hlíðargarð gætuð þið leikið viðburðinn.
Garðablóm
Skrautplöntur í görðum eru oft stórgerðar og plöntulíffæri greinileg, s.s. fræ, fræflar, frævur, krónublöð, bikarblöð, lauf o.s.frv. Kjörið að skoða.
Garðfuglar
Á vef Fuglaverndar eru leiðbeiningar um fóðrun garðfugla. Nemendur gætu smíðað fóðrunarhús eða komið upp öruggum stað til að fóðra fugla. Kettir eru jú oft á ferðinni.
Á vef Fuglaverndar má skoða hreiðurhús fyrir nokkrar ólíkar tegundir fugla.
Til að auka líkurnar á að fá fugla í garðinn okkar / skólalóðina þurfum við að fara hægt og hafa lágt.
Ræktun
Lærdómsríkt er að rækta skrautblóm og matjurtir.
Einfalt er að rækta kartöflur og þær þurfa ekki svo mikla umönnun – ekki einu sinni vökvun.
Einnig er auðvelt að rækta blaðsalat, radísur (fljótsprottnar) og gulrætur.
Skemmtilegt er að setja niður haustlauka og fylgjast með þeim blómstra að vori. Krókusar henta vel í grasflöt.
Í mörgum görðum (hugsanlega líka á skólalóðinni) eru berjarunnar sem lærdómsríkt er að sinna, tína berin, vinna úr og borða.
Pödduhús
Yngstu nemendurnir gætu haft gaman af að föndra hús fyrir pöddur. SJÁ.