Í landi Kópavogs er fjölbreytt umhverfi. Við sjáum hornsíli í læk, baldursbrá í vegkanti og mús í holu! Lífverunum henta ólíkir staðir til að lifa á.
Hvar haldið þið að:
-
-
-
-
refur
-
þang
-
hrafn
-
svanur
-
lax
-
fiðrildi
-
húsfluga
-
skógarþröstur
-
könguló
-
fífill og
-
gleym-mér-ei
-
-
-
eigi heima? Hvernig lítur út hjá þeim?
Svo á fólk heima í alls konar húsum.
Veltið fyrir ykkur öllu sem er lifandi í kringum ykkur.
Sums staðar er vott – (SH).
Annars staðar er minna blautt – (SH).
KENNARAR / FULLORÐNIR
Búsvæði lífvera
-
refur – í greni sínu og óðali í kring
-
þang – í fjöru á föstu undirlagi
-
hrafn – í klettum, skógi eða við hús
-
svanur – við tjarnir eða vötn, í votlendi
-
lax – í ám og sjó
-
fiðrildi – í gróðri
-
húsfluga – í húsum eða við bæi
-
skógarþröstur – í trjálundum, í görðum og við hús
-
könguló – alls kyns þurrlendi (gjarnan þar sem mikið er um flugu)
-
fífill – þurrlendi t.d. tún
-
gleym-mér-ei – þurrlendi, einkum vall- og blómlendi
Hugsanlega kynna fyrir nemendum hugtakið búsvæði.
Náttúran alls staðar
Við sjáum náttúruna svo víða. Gaman væri að fara í stutta gönguferð, eða bara stilla sér upp og benda á allt sem vex og andar.