Ekki gott - (SH).

Stundum fer eitthvað út í umhverfið sem er hættulegt og gæti haft slæm áhrif á lífverur og fólk. Það kallast mengun.

Hér eru dæmi:

  • Olía sem lekur  úr stórum tanki
  • Útblástur frá bílum, skipum og flugvélum
  • Útblástur úr verksmiðjum
  • Of mikil sápa eða hættuleg efni sem enda úti í sjó
  • Eitur! (stundum notað til að eyða skordýrum og illgresi)
  • Rusl á víðavangi er ljótt og stundum hættulegt
  • Mikill hávaði

KENNARAR / FULLORÐNIR

Hér eru einungis tekin dæmi um mengun. Dæmi sem ættu að standa börnum nokkuð nærri. Í raunveruleikanum eru dæmin enn fleiri.

  • Olía sem lekur  úr stórum tanki.

Olía hefur mjög slæm áhrif á lífríki almennt, en þekkt er hversu illa hún fer með fugla. Hræðilegt ef olía kemst í vatnsból. Talað er um olíuslys þegar mikið magn kemst út í umhverfið, t.d. ef olíuflutningaskip strandar eða olíubíll veltur.

  • Útblástur frá bílum, skipum og flugvélum
  • Útblástur úr verksmiðjum

Óhætt er að ræða um að hlýnun jarðar sé afleiðing af mengun í andrúmsloftinu.

  • Of mikil sápa eða hættuleg efni sem enda úti í sjó

Ýmislegt er látið flakka í vaskinn og klósettið sem getur haft slæm áhrif á lífríki sjávar.

  • Eitur! (stundum notað til að eyða skordýrum og illgresi)

Afleit hugmynd að nota eitur. Það kemur niður á fleiru en upphaflega er ætlað.

  • Rusl á víðavangi er ljótt og stundum hættulegt

Rusl á víðavangi sker í augun. Talað er um sjónmengun. Stundum er ruslið líka hættulegt fyrir lífverur. Þannig geta dýr til dæmis fest sig í plastdrasli og dáið.

  • Mikill hávaði

Hávaði hefur áhrif á fólk og mörg dýr. Talað er um hljóðmengun.

 

Að tína rusl á skólalóð og á gönguferðum ætti að vera fastur liður. Mikilvægt að flokka sorp og ræða til hvers við gerum það og útskýra endurvinnslu og endurnýtingu.