Steinarnir, klettarnir og allt bergið í Kópavogi, sem er undir gróðrinum og ofan í jörðinni hefur mestallt orðið til í eldgosum fyrir mjög, MJÖG, löngu síðan.
Síðan þá hefur sumt bergið molnað, brotnað og flust til. Vatn, vindur og stórir jöklar hafa hjálpað til við það. Já, það voru jöklar hérna, fyrir löngu, LÖNGU síðan.
Ennþá verða þó eldgos. Ísland er eldfjallaland.
Gosið í Geldingadölum – (SH).
Grjót – (SH).
KENNARAR / FULLORÐNIR
Bergið í Kópavogi er 100.000-400.000 ára gamalt. Bergið er kallað basalt – má vel leika sér með það skrýtna orð.
Síðast voru jöklar á þessum slóðum fyrir ~10.000 árum.
Eldgos
Þótt eldgos séu tíð á Íslandi eru litlar líkur á að gjósi í byggðum Kópavogs. Börnin ættu ekki að óttast það.
Saga
Í Ástarsögu úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur koma fyrir ýmis jarðfræðileg fyrirbæri.
Leikir og vinna með steina
- Búa eitthvað til úr steinum:
- listaverk úr steinum sem raðað er á jörðina
- litlar styttur þar sem steinum er raðað saman
- að hitta í ákveðinn flöt (sem er merktur á jörðina) með litlum steini
- raða nokkrum steinum eftir þyngd eða stærð
- fleyta kerlingar
- að rannsaka og bera saman yfirborð á steinum – nota stækkunargler
- gá að holum í steinum – útskýra að þetta sé líklega loft sem var í bergkvikunni þegar hún kom upp í eldgosi!
- bera saman fágaða steina og hrjúfa steina.