Almenn færsla, Veður

Vorjafndægur

20. mars 2022 voru vorjafndægur, það er sú stund þegar sól er beint yfir miðbaug jarðar og dagur og nótt eru jafnlöng um alla Jörðina. Vorjafndægur eru á bilinu 19. – 21. mars ár hvert.

Svo eru haustjafndægur 21. – 24. september og þá gerist það aftur að sól er beint yfir miðbaug og dagur og nótt eru jafnlöng um alla Jörðina.

Á sumarsólstöðum er dagurinn lengstur á norðurhveli og við vetrarsólhvörf er hann stystur.

Lesa meira um árstíðir á Stjörnufræðivefnum.

sumarsólstöður

vorjafndægur

haustjafndægur

vetrarsólstöður
eða vetrarsólhvörf