Veður

Snjórinn

Það snjóaði mjög mikið í gær. Snjór verður til í skýjunum. Í frosti myndast þar ískristallar. Þeir eru agnarsmáir, sveima um, rekast hver á annan og renna síðan saman í snjókorn (eða -flygsur). Þegar þau eru orðin nógu stór falla þau til jarðar.

Snjókoma er breytileg eftir því hversu kalt er úti. Ef það er mikið frost er snjórinn þurr og loðir illa saman. Þá er erfitt að hnoða snjóbolta! Sé frostið minna koma flygsur. Ef hitastigið fer yfir frostmark getur komið slydda sem er blanda af snjó og regni.

Snjóflygsa er lík kornflexi í laginu.

Daginn eftir snjókomuna - (Kópavogsbær).

Á Vísindavefnum má finna fróðleik um myndun snjókorna.

Þar segir meðal annars: Flyksurnar eru mjög óreglulegar að lögun, en séu þær skoðaðar með stækkunargleri má oft sjá einstaka smáa reglulega kristalla af ýmsu tagi.

Snjókorn rannsökuð - (SH).
  • Hvað er hægt að gera skemmtilegt í snjónum? – Voruð þið úti í gær? – Hvað voruð þið að gera?
  • Skoðið snjókornin. Til að sjá þau vel er gott að horfa á þau í gegnum stækkunargler. Eins er gott að horfa á snjókorn sem hafa fallið á dökkt efni.
  • Sækið snjó í glas og farið með hann inn. Auðvitað bráðnar hann, en takið eftir hvort snjórinn og vatnið sem myndast taka jafnmikið pláss. Hvernig er best að rannsaka það?
  • Hvað tekur það snjóinn langan tíma að bráðna? Hvað ætli hafi áhrif á það hversu hratt snjórinn bráðnar?

Síðan veðurmælingar hófust (árið 1921) hefur ekki snjóað svona mikið í októbermánuði í Reykjavík. Líklega á það sama við um Kópavog.