Almenn færsla, Veður

Glæsilegt snjóhús

Nýlega kom í fréttunum viðtal við strák í Kópavogi sem byggði fallegt snjóhús með hjálp mömmu sinnar. Þetta er skemmtilegt viðtal og snjóhúsið er tignarlegt.

Hugsið um snjó:

Sumum finnst snjór skemmtilegur, öðrum er illa við snjó. Hvað finnst ykkur um snjó? Getið þið skilið hina og sett ykkur í þeirra spor?

Segið frá hvað er hægt að gera í snjónum sem er skemmtilegt?

Snjór er í grunninn vatn. Það má borða HREINAN snjó.

Ætli Anton Máni sé frændi Sólar og Mána?!

Á Vísindavefnum er sagt frá því hvernig snjókorn myndast. LESA