Almenn færsla, Veður

Nú birtir snemma

Hafið þið tekið eftir því hvað það er farið að birta snemma á morgnana og dimma seinna á kvöldin?

Á vefsíðu Veðurstofunnar er hægt að skoða nákvæmlega hvernig sólargangurinn er þann daginn. Þið getið líka séð hvernig þetta lítur út á hnettinum okkar hverju sinni.

Þarna má líka athuga hvernig málum er háttað á öðrum stöðum á landinu. Nei, sólargangurinn er ekki alls staðar eins.

Flott síða!

Vorjafndægur framundan

20. mars 2023 verða vorjafndægur, það er sú stund þegar sól er beint yfir miðbaug og dagur og nótt eru jafnlöng um alla Jörðina. (Vorjafndægur eru á bilinu 19. – 21. mars ár hvert.)

birting: þá fer að birta, en sólin er ekki komin upp
sólris: þegar sól rís upp fyrir sjóndeildarhring
sólsetur: þegar sól hverfur niður fyrir sjóndeildarhring
myrkur: ekki sést birta frá sólu