Almenn færsla, Fólk og náttúra

Nægjusamur nóvember

Nóvember er mánuður nægjusemi. Ef við erum nægjusöm merkir það að við erum ánægð með það sem við höfum og þurfum ekki alltaf meira. Okkur þykir vænt um dótið okkar og förum vel með það. Okkur líður vel – nægjusemi vinnur nefnilega gegn óánægju. Auðvitað er ýmislegt sem okkur langar í og sumt er nauðsynlegt að eiga.

En af hverju að tala um þetta á vef um náttúruna? Jú, málið tengist náttúruauðlindum. Allir hlutir eru jú búnir til úr einhverju úr náttúrunni. Náttúruauðlindir eru ekki endalausar, framleiðsla hluta getur verið óumhverfisvæn og flutningur hlutanna um langan veg felur í sér losun gróðurhúsalofttegunda.

Við ættum því alltaf að hugsa hvort við þurfum nauðsynlega á hlutum að halda áður en þeir eru keyptir.

Landvernd gefur þessi ráð til að efla nægjusemi:

  • Leggjum áherslu á það sem við höfum en ekki á það sem vantar eða það sem okkur er talin trú um að okkur vanti! Forð­umst aug­lýs­ingar sem vekja oft nýjar þarf­ir.
  • Temjum okkur þakk­læti og virð­ingu fyrir því sem við höf­um.
  • Hættum að bera okkur saman við aðra.
  • Með nægju­semi setur maður sér mark­mið sem tengj­ast fram­förum á and­legum sviðum en ekki efn­is­leg­um.

Þið getið lesið nánar um málið hér á vefnum auðlindir og sjálfbærni.

Farið yfir atriðin frá Landvernd og ræðið þau. Komið með dæmi úr raunveruleikanum sem tengjast þeim.