Almenn færsla, Fólk og náttúra, Lífríki, Veður

Haftyrðlar

Þessa dagana hefur verið mjög vindasamt. Þegar eitt stórviðri er gengið yfir kemur það næsta.

Haftyrðlar halda sig á hafinu umhverfis Ísland yfir vetrartímann. Haftyrðill er annars hánorrænn fugl og verpur í löndum sem eru norðar en Ísland. Þið getið skoðað þetta á Fuglavefnum.

Það kemur fyrir að haftyrðlar, sem eru fuglar á stærð við stara, hrekist í óveðrum upp á land og einhver dæmi eru um það einmitt núna á höfuðborgarsvæðinu. Þið ættuð að hafa augun opin.

Ef þið finnið haftyrðil í vandræðum er best að fara með hann niður að sjó og sleppa honum þar. Lífslíkur uppi á landi eru litlar. Haftyrðill er sjófugl og hann nær ekki að taka sig á loft af landi. Þið ættuð líka að vera í sambandi við Náttúrufræðistofu Kópavogs.

(Þið gætuð fundið myndband á netinu þar sem verið er að sleppa lundapysjum í Vestmannaeyjum – sú aðferð virkar einnig á haftyrðla.)

Haftyrðill á Kópasteini, mynd tekin fyrir nokkrum árum - (Náttúrufræðistofa Kópavogs).

Ætli haftyrðlar séu tungubrjótar?

haftyrðill
haftyrðil
haftyrðli
haftyrðils

haftyrðlar
haftyrðla
haftyrðlum
haftyrðla