Almenn færsla, Veður

Frost

Þessa dagana er ískalt og kuldaboli í essinu sínu. Frostið bítur og mikilvægt er að klæða sig mjög vel.

Hér getið þið fundið hitastig dagsins.

Það getur verið mikil fegurð í ísnum. Við getum séð ísnálar, ískristalla, grýlukerti, frostrósir, hrím og alls konar falleg form þar sem vatn, eða gufa frýs. Horfið í kringum ykkur og athugið hvernig frostið birtist í umhverfinu. Þið gætuð tekið myndir, teiknað myndir eða skrifað lista.

Íslistaverk 

Þið ættuð líka að nota tækifærið og nýta ykkur frostið til að búa til listaverk og rannsaka hvernig vatnið frýs. Dæmi:

  • Blásið sápukúlur, látið þær setjast á mjúkt undirlag, t.d. snjó og fylgist með hvernig þær frjósa. (Til að þetta virki þarf að vera 5-6 gráðu frost.)
  • Í stað þess að blása fylgist þá með sápukúlu-himnunni frjósa í hringnum. Kannski sjáið þið falleg mynstur verða til?
  • Setjið vatn í blöðru og látið frjósa til hálfs. Takið svo blöðruna utan af og hellið vatninu sem enn er ófrosið úr. Flottar skálar ekki satt? Í þær mætti setja gervikerti.
  • Látið vatn frjósa í formum (sem venjulega eru notuð í sandkassanum) en setjið fyrst spotta ofan í vatnið og kannski eitthvað litríkt skraut, svo sem ber, lauf eða smásteina. Þegar vatnið er frosið getið þið hengt skrautið upp með spottunum.
Ís og vatn - (SH).
Frosnar sápukúlur - Myndin er fengin frá Naturekspeditionen.dk