Almenn færsla, Fólk og náttúra, Lífríki

Dagar lengjast og farfuglar koma

Lengri dagar

Hafið þið tekið eftir hvað dagurinn er orðinn langur? Nú er orðið bjart á morgnana þegar við mætum í skólann. Það styttist í jafndægur á vori. (Lesa um vorjafndægur í frétt frá í fyrra.)

Veltið fyrir ykkur hvernig birtan hefur áhrif á okkur. Hvað gerir fólk gjarnan á vorin?

Farfuglar

Aukin birta hefur líka áhrif á lífríkið. Farfuglarnir sem fara til útlanda yfir vetrartímann skynja til dæmis breytingu, ókyrrast og þurfa að halda til Íslands. Það er gaman að fylgjast með því þegar þeir koma einn af öðrum og heyra sumarhljóðin þeirra.

MEKÓ stendur fyrir Fuglaskoðun í Kópavogi 6. apríl kl. 13-15. „Leiðsögnin byrjar við andapollinn, vestast í Kópavogsdalnum en þar tekur Sölvi Rúnar Vignisson á móti áhugasömum náttúruskoðurum á öllum aldri og segir frá þeim fuglum sem þar ber fyrir sjónir.“ – Nánar síðar.

Sölvi Rúnar - (Kópavogsbær, MEKÓ).

Ég hlakka til að heyra í hrossagauknum.