Almenn færsla, Veður

Glitský

Við sólarupprás í morgun blöstu við falleg glitský hátt á himni. Þau myndast þegar er mjög kalt og venjulega um hávetur. Litir glitskýja eru fallegir og skýin ljóma, enda böðuð í sólargeislum. Sumum finnst þau minna á perlur.

Glitský myndast í 15-30 km hæð og í þeim eru ískristallar. Kristallarnir í skýjunum beygja sólarljósið og þá sjáum við ólíka liti.

Veðurfræðingar hafa sagt að nokkrar líkur séu á að við sjáum aftur glitský á næstu dögum, eða þangað til fer að hlýna seinna í vikunni. Þið ættuð að fylgjast vel með.

 

Margir mynduðu skýin og settu á samfélagsmiðla - (facebook / Katarina Koty Srsenova)