Hér eru ítarlegir listar. Það fer að sjálfsögðu eftir markmiði vettvangsferðar hvaða búnaður er nauðsynlegur.
Votlendi
Fjara, mýrar, ár og vötn
Ílát með loki – misstór (fötur, box)
Þau minni eru m.a. hugsuð til þess að það sem í þau fer týnist ekki innan um annað í stærra íláti.
Bakkar
Henta fyrir lífverur eða eitthvað smálegt til að skoða á staðnum.
Burstar
Mjúkir uppþvottaburstar henta vel til að skrúbba steina til að ná af þeim lífverum
Minni burstar henta til fínlegrar vinnu þar sem pússað er af viðkvæmu yfirborði.
Agntöng (pinsetta), skafa, dropateljari, skeið
Áhöld til að eiga við smádýr og safna þeim
Háfar
Stærð og möskvastærð fer eftir hvað er veitt eða safnað, smádýr > fiskar
Veiðistangir
Nota bara það sem til er
Gildrur
Hugsaðar til að veiða hornsíli og seiði
Mælitæki
Dæmi: hitamælir, langt málband, ph-mælir
Sjónauki – stækkunargler
Til að sjá betur, hvort sem það er fjarri eða of lítið til að sjá vel með berum augum.
Skráning
Bók, blöð, miðar, sími eða tölva (myndataka, hljóðupptaka, ritun…)
Handbækur – öpp – greiningarlyklar
Áttaviti, kort
Skógur
Ílát (lítil box)
Til að safna í smádýrum, sveppum eða skófum.
Bakkar
Henta til að skoða á staðnum lífverur eða annað smálegt.
Pokar
Til að safna í plöntum, könglum, reklum eða greinum til frekari skoðunar.
Burstar, t.d. mjúkir penslar
Henta til fínlegrar vinnu þar sem pússað er af viðkvæmu yfirborði og af sveppum
Agntöng (pinsetta), skafa, soggildra
Áhöld til að eiga við smádýr og safna þeim
Dúkur
Til að safna á smádýrum af trjám. Settur undir greinar eða annað sem er hrist þannig að smádýrin falla á dúkinn.
Blómapressa
Þegar safnað er laufblöðum eða jurtum
Hnífur, karfa, bursti
Þegar safnað er sveppum
Mælitæki
Dæmi: málband, tommustokkur, gráðubogi (Pýþagoras til að mæla hæð trés)
Sjónauki – stækkunargler
Til að sjá betur, hvort sem það er fjarri eða of lítið til að sjá vel með berum augum.
Skráning
Bók, blöð, miðar, sími eða tölva (myndataka, hljóðupptaka, ritun…)
Handbækur – öpp – greiningarlyklar
Áttaviti, kort
Látið vita ef ykkur finnst eitthvað sárlega vanta.
Þurrlendi
Ílát (lítil box)
Til að safna í smádýrum, sveppum, plöntuhlutum, fjöðrum, eggjum, viðkvæmum beinum…
Bakkar
Henta til að skoða á staðnum lífverur eða annað smálegt.
Pokar
Til að safna í hverju sem er úr náttúrunni til frekari skoðunar.
Burstar
Henta til fínlegrar vinnu þar sem pússað er af viðkvæmu yfirborði
Agntöng (pinsetta), skafa, soggildra, fallgildra
Áhöld til að eiga við smádýr og safna þeim
Fiðrildaháfar
Til að safna í fljúgandi skordýrum og pöddum sem sitja í grasi
Blómapressa
Þegar safnað er jurtum
Hnífur, karfa, bursti
Þegar rannsakaðir eru mosar, sveppir og skófir og fleira
Mælitæki
Dæmi: málband, tommustokkur
Sjónauki – stækkunargler
Til að sjá betur, hvort sem það er fjarri eða of lítið til að sjá vel með berum augum.
Skráning
Bók, blöð, miðar, sími eða tölva (myndataka, hljóðupptaka, ritun…)
Handbækur – öpp – greiningarlyklar
Áttaviti, kort