Almenn færsla, Fólk og náttúra

Vetrarhátíð framundan

Vetrarhátíð er árleg hátíð sem fram fer á höfuðborgarsvæðinu og í ár verður hún haldin 3.-4. febrúar. Talað er um hana sem hátíð ljóss og myrkurs, enda er hún haldin á dimmum tíma ársins og mikil áhersla er á ljósalistaverk.

Hér eru valdir punktar úr lýsingum á viðburðum sem boðið verður upp á í Kópavogi:

undur náttúru og alheims, sólarprentsmiðja, ungt vegglistafólk… í beinni, hljóðbókalesari að störfum, sjónskynjun dýra, brot og raddir undirokaðra, bíó um gamla bræður úr Kópavogi, bíó um Breiðablik, gjörningur, funheitt danspartý, blöðrudýr, dansað við tónlist í eyranu, bóklestur, gítarspil, hversdagsleg hljóð Kópavogs og augnaTILLIT Kópavogsbúa – utan á Kópavogskirkju!

Þetta hljómar spennandi – skoða dagskrá.

Hátíðin er fyrir börn, krakka og fólk á öllum aldri og ættuð þið sannarlega að mæta, fræðast og skemmta ykkur vel!
Af vef Menningarhúsanna í Kópavogi - (Kópavogsbær).