Almenn færsla, Fólk og náttúra

Verðlaun: Ljóðstafur Jóns úr Vör

Brynja Hjálmsdóttir – (myndin er fengin af visir.is)

Ljóðstafur Jóns úr Vör var veittur sunnudaginn 20.febrúar sl.  Gaman er að geta þess að við sama tilefni voru einnig veittar viðurkenningar í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs. Þar hlaut 1. verðlaun Friðjón Ingi Guðjónsson, 10. bekk Álfhólsskóla fyrir ljóðið Hugmynd. Í öðru sæti var Sóley June Martel, 6.bekk, Salaskóla fyrir ljóðið Þegar maður leggst í mosa og í þriðja sæti var Lukasz Tadeusz Krawczyk, 9. bekk Álfhólsskóla fyrir ljóðið Hjartað.

Ljóðstafinn hlaut Brynja Hjálmsdóttir fyrir ljóðið Þegar dagar aldrei dagar aldrei. Kannski kannist þið við að í vetrarkulda getur húðin þornað og jafnvel sprungið. Það er óþægilegt, en verður yrkisefni Brynju.

Lesið ljóðið og umfjöllun dómnefndar.
Veltið fyrir ykkur hvernig ljóðið tengist náttúrunni og áhrifum hennar á líðan fólks.