Nemendur:
- öðlist heildarmynd af náttúru Kópavogs,
- kynnist náttúruperlum svæðisins,
- noti nánasta umhverfi til þess að læra um náttúruna,
- læri um sjálfbærni og umgengni mannsins við umhverfið og náttúruna,
- finni sig sem þátttakendur í samfélagi Kópavogsbúa sem saman þurfa að gæta þess umhverfis sem næst þeim er og þeir bera sérstaka ábyrgð á,
- læri að þykja vænt um náttúruna og bera virðingu fyrir náttúrunni, með aukinni þekkingu og samskiptum við hana.
- Farið yfir markmiðin. Er eitthvað sem þið skiljið ekki?
- Hvers vegna er mikilvægt að læra um nánasta umhverfi sitt?
- Hvað er náttúra?
KENNARAR / FULLORÐNIR
Markmiðin
Fyrsta markmiðið á við um elstu nemendurna, hin eiga við alla. Ekki er ástæða til að fara yfir markmiðin með allra yngstu börnunum. Þó er eðlilegt að útskýra fyrir þeim að efnið sé sérstaklega samið fyrir þau og önnur börn í Kópavogi og fjalli um náttúruna þar og umgengni við hana.
Hvað er náttúra?
Spurningin Hvað er náttúra? kann að þykja flókin, sem hún er. Það þýðir ekki að hún eigi ekki rétt á sér. Kennarar geta sett mismiklar kröfur um svör út frá stöðu og aldri nemenda.
Hér eru nokkur atriði til stuðnings fyrir kennara:
- Náttúra er lífvana eða lifandi – grjót er t.d. hluti náttúrunnar
- Náttúra: alheimur; haf, land og lífverur
- Maðurinn er ein af lífverunum, er hluti af náttúrunni!
- ALLT er frá náttúrunni komið – það manngerða sömuleiðis
- Hin ósýnilega náttúra. Hér er vísað til:
-
- eðlis; það er náttúra íss að vera kaldur
- eins konar afls; fiskur er þannig gerður af náttúrunnar hendi að hann getur synt.
-