Algengt er að finna sveppi við tré, einkum síðsumars.
Sveppina, sem hér eru sýndir, má borða, en mikilvægt er að sjóða kúalubba vel. Það þarf að athuga að þeir séu ekki orðnir mjög gamlir og ormétnir þegar þeir eru tíndir. Á Íslandi vaxa nokkrar tegundir sveppa sem varhugavert er að borða og sumir eru beinlínis hættulegir. Óhætt er að borða pípusveppi en þeir einkennast af því að vera ekki með fanir heldur er neðra borðið eins og svampur. Pípusveppir eru þó ekki endilega allir sérstaklega góðir matsveppir. [athuga tölvupóst frá Gyðu 16.10.2020]