Rafstöð var komið upp við Elliðaárnar árið 1921 og stífla var reist. Þetta var á þeim tíma sem fyrstu virkjanirnar voru gangsettar á Íslandi.
Vatnsafl er endurnýjanleg orkulind sem eyðist ekki þótt af henni sé tekið. Hringrás vatns stendur þarna að baki. Engin mengun eða losun gróðurhúsalofttegunda verður við framleiðslu rafmagnsins.
Virkjanir og stíflur hafa samt mikil áhrif á náttúruna:
-
Stíflur stoppa til dæmis fiskigöngur, en oft er reynt að koma í veg fyrir það með „laxastigum“.
-
Oft er því stjórnað hvar vatnið er látið renna og ákveðnar kvíslir þurrkaðar upp kannski tímabundið. Þetta hefur mikil neikvæð áhrif á botndýralíf.
-
Margir tala um að stíflur séu ljótar og þær skaði náttúruna af þeim sökum. Stíflur eru oftast gerðar úr steypu sem er óumhverfisvænt efni.
-
Stórum svæðum, búsvæðum manna og dýra og hugsanlega náttúruperlum, getur verið fórnað undir lón.
Dettur ykkur fleira í hug?
Stífla og stærð vatnsins
Miðlunarstífla var gerð við Elliðavatn sem leiddi til hækkunar yfirborðs vatnsins og umtalsverðar stækkunar þess árið 1928. Fyrir þann tíma var eiginlega um tvö vötn að ræða. Hét annað vatnið Vatnsvatn en hitt, sem er innan Kópavogs, Vatnsendavatn.
Um 40% Elliðavatns er í landi Kópavogs.
Hér má skoða hvernig vatnsafli er breytt í rafmagn. Textinn er á ensku. Hjálpist að við að skilja og þýða á íslensku.
Hydro-power = vatnsafl
Turbine = túrbína, hverfill
Generator = rafall
Resorvoir = vatnsgeymir, lón
Dam = stífla
Run-of-river power station = rennslisvirkjun
Skoðið nýlega loftmynd af Elliðavatni og berið saman við gamla kortið. (Hakið við stjórnsýslueiningar og örnefni.)
KENNARAR / FULLORÐNIR
Rafmagn í gamla daga
Sýning í gömlu rafstöðinni var opnuð sumarið 2021. ATHUGA
Hér er sagt frá fyrsta rafmagninu á Íslandi.
Árfarvegir
Þegar árfarvegir þorna (t.d. í Elliðaám vegna raforkuframleiðslu) hefur það neikvæð áhrif á botndýralíf og tekur það talsverðan tíma fyrir það að ná sér á strik að nýju, einkum hvað varðar fjölbreytni.