Grasnykra - (JBH).
Síkjamari - (JBH).
Hjartanykra - (JBH).

Elliðavatn er gróðurríkt og þar vaxa t.d. síkjamari, gras- og hjartanykra auk ýmissa smárra þörunga.

Þörungarnir hafa ekki stöngul, rætur, blöð eða blóm. Aftur á móti geta þeir tengst saman og myndað eins konar sambýli sem að útliti minnir á plöntur.

Slý í vötnum eru þörungar. Þeir gera steinana hála.

  • Sjáið þið gróður vaxa í vatninu við vatnsbakkann?

  • Hefur gróðurleifum skolað á land?

  • Skoðið vel plönturnar sem þið finnið og athugið sérstaklega hvernig þær eru aðlagaðar lífi í vatni. Kannski sjáið þið einnig landplöntur ofan í vatninu sem bendir til að vatnsborðið sér óvenjulega hátt.

KENNARAR / FULLORÐNIR

Fjallað er um vatnaplöntur í námsbókunum Líf á landi og Lífríkið í fersku vatni.