Þéttbýli
-
Í hvaða hverfi búið þið? Hvar er skólinn ykkar?
-
Farið út og hjálpist að við að finna út hvar höfuðáttirnar eru (norður, suður, austur og vestur). Kannski getur sólin hjálpað ykkur.
-
Kennileiti er eitthvað sem er áberandi í landslaginu, t.d. hæð eða klettur sem hjálpar fólki að rata. Í þorpum og bæjum eru mannvirki líka eins konar kennileiti. Finnið dæmi um kennileiti í Kópavogi.
-
Gefið leiðarlýsingar með upphafs- og áfangastað í Kópavogi.
-
Hvað finnst ykkur merkilegast í ykkar hverfi og hvað er merkilegast í hinum hverfunum?
- Hvenær byggðist hverfið ykkar?
Land Kópavogs er mjög fjölbreytt og talsvert meira en bara þéttbýlið. Í landi Kópavogs er sjávarströnd, fjalllendi, stöðuvatn, lækir, ár, móar og mýrlendi. Mikið er um hæðir og ása.
Mikilvægt er að skilja eftir ósnortna náttúru hér og þar þegar byggðin stækkar. Það er nefnilega bæði hollt og gott að vera úti í náttúrunni og þar vakna margar spurningar um lífið og tilveruna.
Máni og Sól eru með eina:
KENNARAR / FULLORÐNIR
Að finna áttirnar
Það er hægt að átta sig á áttunum nákvæmlega eða um það bil. Fer eftir þroska nemenda hvað lagt er af stað með. Sólin er í hásuðri á hádegi. En hvenær er raunverulega hádegi? Jafnframt skal bent á umfjöllun um Hádegishóla.
Að kenna áttirnar og að vísa til vegar – verkefnahugmyndir.
Að búa til líkan er alltaf gott til að vinna með umhverfið og landafræðina. Til þess eru ýmsar leiðir s.s. sandur í sandkassa, kubbar (t.d. legókubbar) á blaði með teiknuðum götum, pappamassi á krossviði og fleiri.
Kennileiti
Borgarholt, Digranesháls, Víghóll, Kópavogsháls, Þinghóll, Smárar, Vatnsendi, Smalaholt og Rjúpnahæð eru þekktir staðir og kennileiti í Kópavogi. Kennileiti eru (oftast) hæðir sem auðvelda fólki að rata. Í landslagi borga og bæja verða mannvirki líka kennileiti, dæmi: Turninn, Hamraborg og Engihjallablokkirnar.
Hægt er að skoða fleiri staði á kortasjá á vef Kópavogsbæjar (stilla á loftmynd og örnefni).
Landmótun og Kópavogsland
Spurningin, hvernig varð þetta allt til?, myndar tengingu við frásögn af landmótun.
Kópavogur á mikið landflæmi sem vert er að leggja áherslu á. Stór hluti þess er partur af útivistarsvæði höfuðborgarbúa allra. Þar eru líka vatnsverndarsvæði. Land í dreifbýli og þéttbýli er verðmætt.