Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, er Dagur íslenskrar tungu.
Jónas Hallgrímsson (1807-1845) var skáld en líka náttúrufræðingur. Það er góð blanda. Hann smíðaði mörg nýyrði og mörg þeirra tengjast hugðarefni skáldsins. Jónas fæddist á Hrauni í Öxnadal og ólst upp í dalnum. Þar er einstaklega fallegt og fjölbreytt náttúra. Haldið þið að það hafi haft áhrif á áhugamál hans?
Finnið MÖRG orð yfir það sem við getum séð í íslenskri náttúru og skrifið hvert þeirra á miða eða lítið spjald. Orðin geta bæði verið nafnorð og lýsingarorð – en sleppið örnefnum.
Gott er að fara út til að horfa í kringum sig en einnig ættuð þið að láta hugann reika út fyrir þéttbýlið.
Skoðið nýyrði Jónasar, mörg þeirra tengjast náttúrunni.
Þegar þið eruð komin með hrúgu af orðum er hægt að vinna með þau á ýmsan hátt.
Hvað dettur ykkur í hug?