Almenn færsla, Sögusviðið

Lífvana náttúra er líka mikilvæg

Í dag, 6. október, er í fyrsta sinn haldið upp á nýjan alþjóðlegan hátíðisdag: Dag jarðbreytileikans. 

Á þessum degi er augum beint að lífvana náttúru; bergi, steingervingum, jarðvegi, landslagi og landmótun.

Á Íslandi er mjög mikill jarðbreytileiki. Landið er ungt með mikilli eldvirkni og síðan eru hér jöklar sem spila heldur betur stórt hlutverk.

Hið lífvana umhverfi myndar búsvæði lífveranna. Eftir því sem umhverfið er fjölbreyttara verða möguleikar og fjölbreytni lífríkisins líka meiri. Náttúra Íslands væri til dæmis heldur betur fátækari ef hér væru ekki hraun.

Saman mynda jarðbreytileiki og lífbreytileiki náttúrulegan breytileika. Liður í því að vernda náttúruna felst í að passa upp á jarðbreytileikann.

Á vef Náttúrufræðistofnunar er hægt að lesa meira um alþjóðlegan dag jarðbreytileikans.

Tröllabörn - (SH).

Tröllabörn eru ekki venjuleg börn.

Þau eru í landi Kópavogs. Sagt er frá þeim hér.