Voruð þið búin að heyra af köngulónni sem kom hingað til lands, nánar tiltekið í Kópavog, með eplum?
Fjölskylda í Kópavogi hélt köngulónni í sérstökum kassa og slepptu henni ekki út í náttúruna. Það var rétt hjá þeim. Erlendar lífverur, stórar og smáar, geta nefnilega valdið usla í lífríkinu og orðið ágengar. Um það er fjallað hér.
Það hefur eflaust orðið uppi fótur og fit þegar krúttlega köngulóin eignaðist afkvæmi.