Í gær hélt ljósmyndarinn Bragi Kort í leiðangur að leita að flækingsfugli, sem heitir straumerla og hann vissi af. Ekki gekk það, engin var straumerlan…
… EN í staðinn sá hann keldusvín!
Keldusvín er nú útdautt á Íslandi en var algengt áður fyrr einkum á Suðurlandi. Keldusvín var staðfugl sem hélt sig í mjög blautu votlendi. Á veturna þurfti fuglinn að finna staði þar sem vatn fraus ekki, til dæmis við uppsprettur og volgar laugar. Keldusvínið virkar frekar rólegt, flýgur lítið og er gjarnan innan um háan gróður.
Ástæður fyrir því að keldusvíninu fækkaði og dó að lokum út á Íslandi eru einkum taldar vera:
- að votlendi var þurrkað upp í stórum stíl og um leið var búsvæði þess eytt
- að minkur slapp út í náttúruna, fjölgaði sér og dreifði um allt land – hið rólega keldusvín var auðveld bráð.
Á vef Náttúrfræðistofnunar Íslands kemur fram að keldusvín sé árviss en sjaldgæfur flækingsfugl á Íslandi.
Skurðir voru grafnir til að þurrka upp votlendi. Lesa um skurði.