Í Kópavogi voru einu sinni jöklar eins og sagt er frá hér á vefnum. Þá var jökulskeið ísaldar. Núna er hlýskeið ísaldar og því eru jöklarnir minni. Reyndar eru þeir enn minni en þeir væru ef ekki kæmu til hinar alvarlegu loftslagsbreytingar.
Án jökla væri náttúra Íslands fátækari. Þegar jöklar og hafís bráðnar hækkar líka yfirborð sjávar. Veltið þessu öllu fyrir ykkur!
Þann 21. mars er alþjóðadagur jökla. Af því tilefni er efnt til samkeppni sem ykkur langar kannski að taka þátt í. Þar er óskað eftir verkum sem m.a. varpa ljósi á mikilvægi og eðli jökla, fegurð þeirra og hversu hverfulir þeir eru. Pælið í þessu og ef þið fáið góða hugmynd getið þið hugsanlega unnið jöklaferð!