Almenn færsla, Umhverfismál

Hófleg og falleg jól

Stundum er talað um jólin sem neysluhátíð. Þá er átt við að margt fólk kaupi mikið og bruðli. Sumt af því sem er keypt fyrir jólin er algjör óþarfi. Það lendir jafnvel í ruslinu, til dæmis matur sem næst ekki að borða eða jólagjafir sem ekki er þörf fyrir.

Með því að sóa er farið illa með auðlindir Jarðar. Á endanum geta þær jafnvel klárast.

Hér er mynd frá Umhverfisstofnun sem sýnir hvað hægt er að gera til að nýta betur.

Það er í himnalagi að fá eitthvað notað í jólagjöf.

Föndruð jólatré - (Krítin).
Að nýta vel - (Umhverfisstofnun).
  • Skoðið skýringarmyndina vel og ímyndið ykkur eitthvað sem fer eftir brautunum sem þar eru sýndar.
  • Veltið fyrir ykkur hvað er gott að hafa í huga þegar valin er gjöf.
  • Hvernig gjafir gætuð þið búið til?